Fossvélar

Námufyrirtæki á Selfossi

Velkomin á heimasíðu Fossvéla ehf sem er námufyrirtæki á Selfossi. 

Aðalnáma fyrirtækisins er Þórustaðanáma í Ingólfsfjalli en við tökum að okkur verkefni um allt land.
Hér á síðunni má finna allt um okkur, vöru- og verðskrá og staðsetningu.

Tilkynning 21.apríl 2020

Vegna aukins kostnaðar við losun efnis í Þórustaðanámu Ingólfsfjalli sem stafar af mjög brýnni þörf á að sprengja til að losa um efni, þá sjáum við hjá Fossvélum okkur ekki annað fært en að leggja sprengikostnað á hvern losaðan m3 efnis frá og með 1 maí 2020.
  Erum búnir að reyna eftir fremsta megni að forðast þennan aukakostnað með okkar öflugu jarðýtum  en nú er svo komið að þær ná ekki lengur að losa upp efnið til að ýta fram með viðunandi árangri. Því er þetta nauðsynleg aðgerð.
 

Kári Jónsson og Magnús Ólason - Fossvélum

Rótgróið námufyrirtæki stofnað 1971

Fyrirtækið

Fossvélar ehf var upphaflega stofnað 1971 og er í dag í eigu Kára Jónssonar eins stofnendanna. Fyrirtækið byrjaði sem vélaleiga en hóf rekstur Þórustaðanámu 1975.  Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt og er í dag stöndugt fyrirtæki með tvær námur og góðan tækjakost. Öflugar vinnuvélar, malarar og hörpur, ásamt reynslumiklu starfsfólki, tryggja viðskiptavinum gæði og gott vöruúrval. Staðsetning námanna er einkar hentug fyrir höfuðborgarsvæðið og stærstu þéttbýliskjarna Suðurlands.

Opnunartímar
Ingólfsfjall

mán. - fös. kl. 8:00-17:00

lokað í hádeginu kl. 12:00-13:00

Umhverfismat Þórustaðanáma Ingólfsfjall

13.mars 2006

Þórustaðanáma-2.jpg

Hafa samband

Magnús Ólason framkvæmdastjóri svarar fyrirspurnum.

Hellismýri 7, 800 Selfoss, Iceland

482-1990 / 891-9588

©2020 by Fossvélar - Laufey Ósk. Proudly created with Wix.com