top of page
IMG_1309.JPG

Umhverfismat 2020

Í þessari matsskýrslu eru metin umhverfisáhrif áframhaldandi efnistöku
Fossvéla í landi Kjarrs í Ingólfsfjalli í Ölfusi. Efnistaka hefur verið starfrækt þar
frá árinu 1957. Áætlað heildarmagn efnistöku er um 27,5 milljónir m3.


Heildarstærð núverandi efnistökusvæðis og viðbótarsvæðis er um 42,5 ha og
er framkvæmdatími áætlaður a.m.k. til ársins 2050.


Framkvæmdin fellur undir framkvæmd af flokki A í lið 2.01 í 1. viðauka laga
um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er því háð mati á
umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er einnig háð umhverfismati skv. tölulið
13.01 í 1. viðauka laganna.


Í matsskýrslu þessari eru áhrif framkvæmda á eftirfarandi þætti metin:
Jarðmyndanir, landslag og ásýnd, útivist, neysluvatn og loftgæði. Það er
niðurstaða Fossvéla að á heildina litið verði óveruleg umhverfisáhrif af
áframhaldandi efnistöku.

bottom of page